top of page

STJÓRNUN & REKSTRARRÁÐGJÖF

Einbeittu þér að því sem þú kannt ...

... við hjálpum þér með allt hitt

STJÓRNUN & REKSTRUR

Það kemur alltaf sá tími í rekstri að nauðsynlegt er að setjast niður og plana. Hvernig getur þitt fyrirtæki dafnað og vaxið nógu hratt til að geta tekist á við þau tækifæri sem bjóðast.  Nauðsynlegt getur reynst fyrir fyrirtækjaeigendur og stjórnendur að aðlaga sinn rekstur að breyttu umhverfi og ná að hámarka arðsemi með lágmarks tilkostnaði. Þá er gott að geta fengið sér aðstoð og geta síðan einbeitt sér af kjarnastarfsemi fyrirtækisins.  Við sérhæfum okkur í ferðaþjónustu, þjónustu og sölu fyrirtækjum, opinberri þjónustu og rekstri veitingahúsa.

STUÐNINGUR VIÐ STJÓRNENDUR

Þarftu stuðning og aðstoð hjálp við stjórnun, við tökum að okkur að styðja við stjórnendur við:
*    Stjórnunarlegar áskoranir.
*    Stöðumat á þjónustu ( Svót, Customer Journey, PEST).
*    Kortleggja tækifæri og áskoranir ( Svót, Customer Journey, PEST).
*    Hópefli og vinnustofur í stefnumótun og markmiðasetningu.
*    Kortleggja viðbragð við breyttum markaðsaðstæðum.
*    Ráðgjöf með góða stjórnarhætti.
*    Ráðgjöf í mannauðsmálum.
*    Ráðgjöf í öryggis og gæðamálum​

SKIPULAGNING EÐA ENDURSKIPULAGNING

Skipulagning eða endurskipulagning innviða:

*    Setja upp ferla
*    Útgáfa og eftirlit með reikningagerð
- eru þeir réttir, eru tapaðar tekjur?
*    Bókhald og laun – hver færir, hvenær og hvernig.

*    Hver er launastefnan?
*    Innheimtuferli og kröfur.
*    Mánaðarleg uppgjör – Ertu alltaf með stöðuna fyrirtækisins 
á hreinu?
*    Tölvukerfi - Er verið að hámarka nýtingu tölvukerfa, ertu með  réttu kerfin? Er verið að nota þau rétt?
*    Ráðningar og starfsmannamál.
*    Innra eftirlit, matvælaöryggi og hreinlæti á gisti og 
veitingastöðum.
*    Er dagurinn of stuttur – þarftu hjálp?

FJÁRFESTINGAÁÆTLUN

Þarftu að breyta, bæta eða kaupa nýtt?  Meta þarf arðsemi fjárfestinga. Oft er nauðsynlegt að bera saman tvo eða fleira fjárfestingarkosti til að átta sig á hvaða leið er hagkvæmust. Setja þarf saman áætlanir og gögn fyrir bankann ef óskað er eftir lánum eða annarri fjármögnun.

REKSTRARÁÆTLUN

Ertu með áætlanir fram í tímann?  Með áætlunum geta eigendur og stjórnendur byggt upp reksturinn og tekið ákvarðanir varðandi framkvæmdir, sparnað eða nánari uppbyggingu fyrirtækisins.

KAUP, SALA EÐA SAMEINING FYRIRTÆKJA

FJÁRHAGSLEG ENDURSKIPULAGNING

Er kostnaðurinn meiri en tekjurnar, fer allur afgangspeningur í greiðslu af lánum? Gengur reksturinn vel en tæmist sjóðurinn alltaf? Getum við aukið tekjurnar eða breytt tekjustreymi, breytt lánum, lagað greiðslufresti eða unnið með tekjustýringu?

Viltu selja fyrirtækið, kaupa eða sameinast öðru?. Við höfum mikla reynslu í kaupum og sölu fyrirtækja, getum verið ráðgefandi eða séð um alla framkvæmdina. Reiknað út verðmæti fyrirtækisins, aðstoðað við fjármögnum eða komið með hugmyndir að sameiningu.

SJÓÐSSTREYMI

Reksturinn er alltaf breytilegur eftir árstíðum og nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir hvenær tekjur og kostnaður verða til og gera áætlun til að bæta sjóðsstreymið.

VERÐLAGNING OG VÖRUÚTREIKNINGAR

Hvernig er varan þín verðlögð og hvert er kostnaðarverð vörunnar. Reiknum út kostnaðinn þannig að þú hámarkir arðsemi hverrar vöru fyrir sig.

practice_areas
our_vision

HVAÐ GETUM VIÐ GERT

Hvað getum við gert til þess að aðstoða?

 Fjárhagur og bakvinnsla.
Uppsetning kerfa, Við komum með tillögur hvernig kerfin geta unnið fyrir ykkur, hvert þið eigið að leita og hvað þið þurfið að gera. Umsjón með bókhaldi og hvernig þið getið nýtt það í ykkar rekstri, innheimta og greiðsla reikninga. Gerð og umsjón sölureikninga, greiðslur og uppgjör dagsins.
Tækni og tölvumál
Þarftu aðstoð við fjárhagskerfi (Bókhald, laun, innheimta, birgðir , reikningar ofl). Afgreiðslukerfi fyrir veitingastaði, bókunarkerfi, sölukerfi ofl. Ertu með kerfin en finnst þú ekki vera að nota þau rétt eða vilt nýta þau betur. Tengjast kerfin mín saman eða geta þau unnið saman?
Gisting og rekstur veitingastaða
Löng reynsla af uppsetningu, rekstri og innraeftirliti gisti og veitingastaða. Uppsetning eftirlits með hreinlæti og þjónustu til að tryggja góða upplifum og þjónustu.
Sölu og markaðsmál
Frumskógur, hvar á ég að auglýsa og hvernig, hvaða miðla á ég að nota og hver er markhópurinn minn?
Aðfangastjórnun
Hvernig og hvar er best að kaupa aðföng, innanlands
eða erlendis. Hvernig er best að flytja vöruna, hvaða flutningaleiðir og hver á að flytja hana.
Skipulagning fjármála
*    Mánaðarleg rekstraruppgjör
*    Innheimtuferlar og greiðslufrestir
*    Bókhald
*    Greiðslur reikninga
*    Launamál
ATTORNEYS

STARFSMENN

Her erum við?

Pétur Jónsson,

M.Sc í rekstrar og fjármálafræði.

Ég hef unnið við ferðaþjónustu undanfarin 14 ár, þekki vel til flestra fjárhagskerfa, verið í forsvari og stýrt bæði fyrirtækjum á Íslandi og erlendis. Er með masterspróf í fjármálum og verðmati fyrirtækja.

Sérstaða mín er að ég hef stofnað og átt mín eigin fyrirtæki bæði á Íslandi og erlendis. Ég hef komið nálægt flestu sem snýr að stofnun, rekstri og uppsetningu fyrirtækja.

Fjármál, tekjuskráning, innheimtuferli, reikningagerð, fjármögnun, áætlanagerð, uppsetning bókhalds, mánaðarleg uppgjör, verðmat, fjárhagsleg endurskipulagning, innkaup, vöru og aðfangastjórnun, markaðsmál, innri ferlar, hótel rekstur og rekstur veitingastaða.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttirir,

BA, MSW, MBA


Stjórnun og rekstur  fyrirtækja og opinbera stofnana hefur verið mín aðalatvinna í tvo áratugi. Þekking mín og reynsla varðar aðallega stjórnun fyrirtækja og opinberra stofnana.  Þá helst stjórnun, rekstur, stefnumótun og breytingastjórnun auk góðrar þekkingar á markaðs- og sölumálum.

Sérstaða mín er stjórnun og rekstur í stóru og smáu samhengi. 

Ég hef stjórnað stórum fyrirtækjum og stofnunum, stofnað og átt mín eigin fyrirtæki á Íslandi og erlendis.

Stjórnun, stefnumótun, breytingastjórnun, stjórnun markaðs og sölumála, innleiða verkferla, stjórnendaþjálfun,  samhæfingu ráðningarmála ofl.

 

Pétur Jónsson
Tölvupóstur: petur@naskur.is
Sími: +354 8611139
Heimilisfang: Glæsibær 17, 110 Reykjavík, Island

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Tölvupóstur: loa@naskur.is
Sími: + 354 8631136
Heimilisfang: Glæsibær 17, 110 Reykjavík, Island​

contact

© 2017 NASKUR ehf

bottom of page